Rúnar: Við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn Andri Gíslason skrifar 14. júní 2021 22:04 Rúnar og lögregluvarðstjórinn Pétur léttir og ljúfir. vísir/hulda Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Leikni fyrr í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira