„Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 14:31 Adam Szalai og Hjammi voru báðir á Evrópumótinu 2016 þar sem Szalai kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Ungverja og Íslendinga. Hann er fyrirliði Ungverja á EM í ár. Samsett/Getty Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og strandblakliðseigandi, var svo sannarlega ekki hrifinn af fyrirliða Ungverja, Ádám Szalai, í tapinu gegn Portúgölum á EM í gær. Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira