Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 11:17 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi. Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson. Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson.
Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15