Keane og Souness gagnrýna Kane - „Fótboltinn kemur ekki heim með þessu liði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 14:00 Harry Kane fer niðurlútur af velli í gær. Visionhaus/Getty Images) Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool og skoska landsliðsins, og Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og Írlands, voru harðorðrr í garð Harry Kane og enska landsliðsins eftir markalaust jafntefli liðsins við Skotland á Wembley í D-riðli EM í gærkvöld. Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
„Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00
Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55