Fimm sem stálu fyrirsögnunum í annarri umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2021 11:45 Robin Everardus Gosens, maðurinn á bakvið magnaðan 4-2 sigur Þýskalands á Portúgal. Federico Gambarini/Getty Images Nú þegar annarri umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 5. Gareth Bale Stórstjarna Walesverja stóð heldur betur undir nafni er liðið vann frekar óvæntan 2-0 sigur á Tyrkjum í A-riðli. Bale lagði upp bæði mörk liðsins. Fyrra markið var glæsileg sending yfir vörn Tyrkja á Aaron Ramsey sem tók vel við knettinum og lagði hann snyrtilega í netið. Síðara markið skoraði Connor Roberts eftir að Bale óð inn á teig eftir að Wales tók hornspyrnu stutt í uppbótartíma. Bale hefði getað fullkomnað frábæran leik með marki en hann tók eina slökustu vítaspyrnu síðari tíma þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Það kom þó ekki að sök að þessu sinni. 4. Kevin De Bruyne Innkoma Kevin De Bruyne breytti gangi mála á Parken er Belgía sneri stöðunni úr því að vera 1-0 undir gegn Danmörku í að vinna 2-1. De Bruyne var hvíldur í fyrsta leik gegn Rússlandi og eftir mjög tilfinningaþrunginn fyrri hálfleik á Parken kom miðjumaðurinn ferskur inn á og breytti gangi mála. Hann lagði upp fyrra markið eftir frábæran sprett Romelu Lukaku og skoraði síðara markið svo sjálfur. 3. Manuel Locatelli Ítalía byrjar EM af krafti. Tveir 3-0 sigrar komnir í hús og liðið í betri málum en það hefur verið í langan tíma. Manuel Locatelli, 23 ára gamall miðjumaður Sassuolo í Serie A, nýtti heldur betur tækifærið gegn Sviss. Hann skoraði tvívegis og átti frábæran leik. Fyrra markið skoraði hann með hægri fæti eftir gott hlaup inn á teig og það síðara var þrumufleygur með vinstri fæti. Frábær frammistaða og ljóst að Marco Veratti mun ekki labba inn í byrjunarlið Ítala þegar hann verður leikfær á ný. 2. Alexander Isak „Næsti Zlatan“ hefur ekki enn skorað á mótinu en samt sem áður verið allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar sem er komið með fjögur stig eftir markalaust jafntefli gegn Spáni og 1-0 sigur gegn Slóvakíu. Þessi 21 árs gamli framherji hefur sýnt frábæra takta á mótinu þó svo að Svíar hafi eytt mestum tíma sínum á vellinum í vörn. Þegar hann fær boltann skapast alltaf nær hætta upp við mark mótherjanna. 1. Robin Everardus Gosens Hinn hálf þýski og hálf hollenski Robin Gosens var fyrir mót ekki leikmaður sem var talinn líklegur til að einoka fyrirsagnirnar. Hann fékk fyrst tækifæri í þýska liðinu á síðasta ári en þessi 26 ára gamli vinstri bakvörður stal heldur betur senunni í 4-2 sigri Þýskalands á Portúgal. Þjóðverjar urðu að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr dauðariðlinum, sem þeir og gerðu þökk sé frábærri frammistöðu Gosens í stöðu vinstri vængbakvarðar í 3-4-2-1 leikkerfi Joachim Löw. Gosens var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði mark sem var dæmt af á fimmtu mínútu og átti skot sem var varið áður en hann átti skot sem Rúben Dias, miðvörður Portúgals, setti í eigið net. Gosens lagði einnig upp þriðja mark Þýskalands áður en hann skoraði það fjórða sjálfur. Frábær frammistaða hjá leikmanni sem var orðinn 25 ára gamall þegar hann fékk loks tækifæri með landsliðinu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
5. Gareth Bale Stórstjarna Walesverja stóð heldur betur undir nafni er liðið vann frekar óvæntan 2-0 sigur á Tyrkjum í A-riðli. Bale lagði upp bæði mörk liðsins. Fyrra markið var glæsileg sending yfir vörn Tyrkja á Aaron Ramsey sem tók vel við knettinum og lagði hann snyrtilega í netið. Síðara markið skoraði Connor Roberts eftir að Bale óð inn á teig eftir að Wales tók hornspyrnu stutt í uppbótartíma. Bale hefði getað fullkomnað frábæran leik með marki en hann tók eina slökustu vítaspyrnu síðari tíma þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Það kom þó ekki að sök að þessu sinni. 4. Kevin De Bruyne Innkoma Kevin De Bruyne breytti gangi mála á Parken er Belgía sneri stöðunni úr því að vera 1-0 undir gegn Danmörku í að vinna 2-1. De Bruyne var hvíldur í fyrsta leik gegn Rússlandi og eftir mjög tilfinningaþrunginn fyrri hálfleik á Parken kom miðjumaðurinn ferskur inn á og breytti gangi mála. Hann lagði upp fyrra markið eftir frábæran sprett Romelu Lukaku og skoraði síðara markið svo sjálfur. 3. Manuel Locatelli Ítalía byrjar EM af krafti. Tveir 3-0 sigrar komnir í hús og liðið í betri málum en það hefur verið í langan tíma. Manuel Locatelli, 23 ára gamall miðjumaður Sassuolo í Serie A, nýtti heldur betur tækifærið gegn Sviss. Hann skoraði tvívegis og átti frábæran leik. Fyrra markið skoraði hann með hægri fæti eftir gott hlaup inn á teig og það síðara var þrumufleygur með vinstri fæti. Frábær frammistaða og ljóst að Marco Veratti mun ekki labba inn í byrjunarlið Ítala þegar hann verður leikfær á ný. 2. Alexander Isak „Næsti Zlatan“ hefur ekki enn skorað á mótinu en samt sem áður verið allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar sem er komið með fjögur stig eftir markalaust jafntefli gegn Spáni og 1-0 sigur gegn Slóvakíu. Þessi 21 árs gamli framherji hefur sýnt frábæra takta á mótinu þó svo að Svíar hafi eytt mestum tíma sínum á vellinum í vörn. Þegar hann fær boltann skapast alltaf nær hætta upp við mark mótherjanna. 1. Robin Everardus Gosens Hinn hálf þýski og hálf hollenski Robin Gosens var fyrir mót ekki leikmaður sem var talinn líklegur til að einoka fyrirsagnirnar. Hann fékk fyrst tækifæri í þýska liðinu á síðasta ári en þessi 26 ára gamli vinstri bakvörður stal heldur betur senunni í 4-2 sigri Þýskalands á Portúgal. Þjóðverjar urðu að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr dauðariðlinum, sem þeir og gerðu þökk sé frábærri frammistöðu Gosens í stöðu vinstri vængbakvarðar í 3-4-2-1 leikkerfi Joachim Löw. Gosens var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði mark sem var dæmt af á fimmtu mínútu og átti skot sem var varið áður en hann átti skot sem Rúben Dias, miðvörður Portúgals, setti í eigið net. Gosens lagði einnig upp þriðja mark Þýskalands áður en hann skoraði það fjórða sjálfur. Frábær frammistaða hjá leikmanni sem var orðinn 25 ára gamall þegar hann fékk loks tækifæri með landsliðinu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01