Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2021 14:27 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dregur í handahófskenndar bólusetningar. Síðasta vikan er nú að renna upp. Vísir/vilhelm Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag. „Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira