Myndskeið: Íslendingaslagur stöðvaður eftir að eldingu laust niður Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 17:40 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði snemma leiks. Getty/Matteo Ciambelli Merkilegt atvik átti sér stað undir lok leiks Örebro og Kristianstad á heimavelli þeirra fyrrnefndu í síðasta leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eldingu laust niður á vellinum, eða í nánd við hann. Leikurinn var tímabundið flautaður af en Kristianstad vann að lokum 2-0 sigur. Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira