Bað tyrknesku þjóðina afsökunar eftir afhroðið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 13:01 Merih Demiral og félagar í tyrkneska landsliðinu fóru heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum á EM. getty/Ali Balikci Margir spáðu því að Tyrkir yrðu það lið sem myndi koma mest á óvart á EM 2020. Hið þveröfuga gerðist og sennilega hefur ekkert lið valdið meiri vonbrigðum á mótinu. Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31
Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58