Skýrist fyrir hvaða lið þriðja sæti dugar: Veik von Finna en Úkraína gæti þraukað Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 15:45 Oleksandr Zinchenko, stjarnan í úkraínska landsliðinu, veit ekki enn hvort hann fær að spila fleiri leiki á EM. Það skýrist í dag. Getty/Stanislav Vedmid Finnar og Úkraínumenn munu fylgjast spenntir með gangi mála á EM í dag þegar riðlakeppninni lýkur með leikjum í E- og F-riðli. Úrslitin í riðlunum ráða möguleikum Finnlands og Úkraínu á að komast í 16-liða úrslit og er óhætt að segja að vonir Úkraínu séu talsvert meiri. Á EM í fótbolta eru 24 þjóðir sem spila í sex riðlum. Tvö efstu lið hvers riðils komast í 16-liða úrslit og svo fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti. Hvert stig og hvert mark getur því skipt máli fyrir liðin sem enda í 3. sæti. Keppni er lokið í fjórum riðlum og eru Tékkland og Sviss örugg um sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa endað í 3. sæti D- og A-riðils. Spurningin er hvaða tvö önnur 3. sætis lið komast einnig áfram. Nóg fyrir Úkraínu að Spánn vinni og Pólland vinni ekki Finnland er í verstri stöðu liðanna sem endað hafa í 3. sæti. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 1,74% líkur á að Finnar komist í 16-liða úrslit. Finnar enduðu með 3 stig í B-riðli og markatöluna -2. Úkraína endaði líka með 3 stig, í C-riðli, en markatöluna -1. Úkraína er því alltaf fyrir ofan Finnland í röðinni en þarf að treysta á hagstæð úrslit í annað hvort E- eða F-riðli í dag. Finnar þurfa að treysta á að hlutirnir falli með þeim í báðum riðlum í dag. Hvernig vilja Finnar og Úkraínumenn að leikirnir fari í E- og F-riðli í dag? E-riðill: Svíþjóð er með fjögur stig, Slóvakía þrjú, Spánn tvö og Pólland eitt. Ef Póllandi tekst ekki að vinna Svíþjóð og Spánn tapar fyrir Slóvakíu þá endar liðið í 3. sæti E-riðils með tvö stig. Það myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit og gagnast Finnum einnig. Ef Spánn og Slóvakía gera jafntefli mun liðið í 3. sæti E-riðils enda með betri árangur en Úkraína og Finnland. Ef Spánn vinnur Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Slóvakía í 3. sæti með 3 stig og markatölu í mínus (jafnmiklum mínus og sem nemur tapinu gegn Spáni). Þetta myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit. Finnar þurfa í þessu tilviki hins vegar þriggja marka sigur Spánar til að hafa af honum gagn. F-riðill: Liðið í 3. sæti F-riðils mun að lágmarki enda með þrjú stig. Fyrir leiki kvöldsins er Frakkland með fjögur stig, Þýskaland og Portúgal þrjú, og Ungverjaland eitt. Ef að Portúgal nær í stig gegn Frakklandi er ljóst að liðið í 3. sæti F-riðils endar með fjögur stig, og úrslitin myndu þar með ekki gagnast Úkraínu eða Finnlandi. Úkraína og Finnland þurfa því að treysta á sigur Frakka – Úkraína á þriggja marka sigur og Finnland á fjögurra marka sigur. Belgía og Holland fá að vita hvaða liðum þau mæta Belgía og Holland fá að vita í kvöld hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum en það verða liðin í 3. sæti E- og F-riðils. Sigurliðið í F-riðli mætir svo Sviss, nema að Finnland komist áfram, en sigurliðið í E-riðli mætir Úkraínu, Tékklandi eða Finnlandi. Combinations for the 4 best third places at #Euro2020ACDF is the most likely (57%) Netherlands v Czech Republic, Belgium v 3F, 1E v Ukraine & 1F v Switzerland IF it happensOnly 4 scenarios remain, 3F qualifies in 2 most likely#NED #BEL #Euro2021 pic.twitter.com/WmNdFrGrXx— Simon Gleave (@SimonGleave) June 23, 2021 Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. 23. júní 2021 14:45 Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. 23. júní 2021 13:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Á EM í fótbolta eru 24 þjóðir sem spila í sex riðlum. Tvö efstu lið hvers riðils komast í 16-liða úrslit og svo fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti. Hvert stig og hvert mark getur því skipt máli fyrir liðin sem enda í 3. sæti. Keppni er lokið í fjórum riðlum og eru Tékkland og Sviss örugg um sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa endað í 3. sæti D- og A-riðils. Spurningin er hvaða tvö önnur 3. sætis lið komast einnig áfram. Nóg fyrir Úkraínu að Spánn vinni og Pólland vinni ekki Finnland er í verstri stöðu liðanna sem endað hafa í 3. sæti. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 1,74% líkur á að Finnar komist í 16-liða úrslit. Finnar enduðu með 3 stig í B-riðli og markatöluna -2. Úkraína endaði líka með 3 stig, í C-riðli, en markatöluna -1. Úkraína er því alltaf fyrir ofan Finnland í röðinni en þarf að treysta á hagstæð úrslit í annað hvort E- eða F-riðli í dag. Finnar þurfa að treysta á að hlutirnir falli með þeim í báðum riðlum í dag. Hvernig vilja Finnar og Úkraínumenn að leikirnir fari í E- og F-riðli í dag? E-riðill: Svíþjóð er með fjögur stig, Slóvakía þrjú, Spánn tvö og Pólland eitt. Ef Póllandi tekst ekki að vinna Svíþjóð og Spánn tapar fyrir Slóvakíu þá endar liðið í 3. sæti E-riðils með tvö stig. Það myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit og gagnast Finnum einnig. Ef Spánn og Slóvakía gera jafntefli mun liðið í 3. sæti E-riðils enda með betri árangur en Úkraína og Finnland. Ef Spánn vinnur Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Slóvakía í 3. sæti með 3 stig og markatölu í mínus (jafnmiklum mínus og sem nemur tapinu gegn Spáni). Þetta myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit. Finnar þurfa í þessu tilviki hins vegar þriggja marka sigur Spánar til að hafa af honum gagn. F-riðill: Liðið í 3. sæti F-riðils mun að lágmarki enda með þrjú stig. Fyrir leiki kvöldsins er Frakkland með fjögur stig, Þýskaland og Portúgal þrjú, og Ungverjaland eitt. Ef að Portúgal nær í stig gegn Frakklandi er ljóst að liðið í 3. sæti F-riðils endar með fjögur stig, og úrslitin myndu þar með ekki gagnast Úkraínu eða Finnlandi. Úkraína og Finnland þurfa því að treysta á sigur Frakka – Úkraína á þriggja marka sigur og Finnland á fjögurra marka sigur. Belgía og Holland fá að vita hvaða liðum þau mæta Belgía og Holland fá að vita í kvöld hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum en það verða liðin í 3. sæti E- og F-riðils. Sigurliðið í F-riðli mætir svo Sviss, nema að Finnland komist áfram, en sigurliðið í E-riðli mætir Úkraínu, Tékklandi eða Finnlandi. Combinations for the 4 best third places at #Euro2020ACDF is the most likely (57%) Netherlands v Czech Republic, Belgium v 3F, 1E v Ukraine & 1F v Switzerland IF it happensOnly 4 scenarios remain, 3F qualifies in 2 most likely#NED #BEL #Euro2021 pic.twitter.com/WmNdFrGrXx— Simon Gleave (@SimonGleave) June 23, 2021 Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Hvernig vilja Finnar og Úkraínumenn að leikirnir fari í E- og F-riðli í dag? E-riðill: Svíþjóð er með fjögur stig, Slóvakía þrjú, Spánn tvö og Pólland eitt. Ef Póllandi tekst ekki að vinna Svíþjóð og Spánn tapar fyrir Slóvakíu þá endar liðið í 3. sæti E-riðils með tvö stig. Það myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit og gagnast Finnum einnig. Ef Spánn og Slóvakía gera jafntefli mun liðið í 3. sæti E-riðils enda með betri árangur en Úkraína og Finnland. Ef Spánn vinnur Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Slóvakía í 3. sæti með 3 stig og markatölu í mínus (jafnmiklum mínus og sem nemur tapinu gegn Spáni). Þetta myndi skila Úkraínu í 16-liða úrslit. Finnar þurfa í þessu tilviki hins vegar þriggja marka sigur Spánar til að hafa af honum gagn. F-riðill: Liðið í 3. sæti F-riðils mun að lágmarki enda með þrjú stig. Fyrir leiki kvöldsins er Frakkland með fjögur stig, Þýskaland og Portúgal þrjú, og Ungverjaland eitt. Ef að Portúgal nær í stig gegn Frakklandi er ljóst að liðið í 3. sæti F-riðils endar með fjögur stig, og úrslitin myndu þar með ekki gagnast Úkraínu eða Finnlandi. Úkraína og Finnland þurfa því að treysta á sigur Frakka – Úkraína á þriggja marka sigur og Finnland á fjögurra marka sigur.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. 23. júní 2021 14:45 Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. 23. júní 2021 13:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. 23. júní 2021 14:45
Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. 23. júní 2021 13:00