Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2021 20:08 Arnar Helgi að hjóla fram hjá Skógafossi undir Eyjafjöllunum í dag. Bjarki Viðar Birgisson Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni. Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina sem hófst síðdegis í gær. Arnar lenti í mótorhjólaslysi 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfihömlunina og snéri sér fljótlega að allskonar íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. „Ferðin gekk mjög, mjög vel vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir tillit samir, þannig að ég er bara því líkt glaður. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og sýna í raun og veru hvað hreyfihamlaðir geta gert, og í leiðinni að safna fyrir fjórum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða, þannig að ég geti lánað þau til þeirra, sem þurfa á þeim að halda,“ segir Arnar Helgi. Arnar Helgi, sem náði markmiði sínum að hjóla 400 kílómetra með höndunum á sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ferðina? „Það er náttúrulega Endorfínið, sem mokaðist upp í heila á mér, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er ánægður með sjálfan mig, setja mér einhver markmið, hjóla 400 kílómetra og ná því.“ Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnars Helga er líka að rifna úr stolti af sínum manni enda fékk hann koss frá henni. „Hann er bara óstöðvandi og geggjaður.“ Þeir, sem vilja styrkja SEM samtökin til kaupa á hjólunum hafa hér upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer. Kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400 Sóley Bára og Arnar Helgi, sem eru stolt og glöð með hjólaferðina, sem tókst í alla staði frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Hjólreiðar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina sem hófst síðdegis í gær. Arnar lenti í mótorhjólaslysi 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfihömlunina og snéri sér fljótlega að allskonar íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. „Ferðin gekk mjög, mjög vel vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir tillit samir, þannig að ég er bara því líkt glaður. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og sýna í raun og veru hvað hreyfihamlaðir geta gert, og í leiðinni að safna fyrir fjórum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða, þannig að ég geti lánað þau til þeirra, sem þurfa á þeim að halda,“ segir Arnar Helgi. Arnar Helgi, sem náði markmiði sínum að hjóla 400 kílómetra með höndunum á sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ferðina? „Það er náttúrulega Endorfínið, sem mokaðist upp í heila á mér, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er ánægður með sjálfan mig, setja mér einhver markmið, hjóla 400 kílómetra og ná því.“ Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnars Helga er líka að rifna úr stolti af sínum manni enda fékk hann koss frá henni. „Hann er bara óstöðvandi og geggjaður.“ Þeir, sem vilja styrkja SEM samtökin til kaupa á hjólunum hafa hér upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer. Kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400 Sóley Bára og Arnar Helgi, sem eru stolt og glöð með hjólaferðina, sem tókst í alla staði frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Hjólreiðar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira