Haraldur hættur við að hætta líka Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 14:19 Haraldur Benediktsson gaf berlega til kynna að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum ef hann hreppti ekki oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Það gekk ekki eftir en nú er Haraldur hættur við að hætta. Stöð 2/Arnar Haraldur Benediktsson þingmaður hefur ákveðið að þiggja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram á vestlenska fréttavefnum Skessuhorni. Hann segir í samtali við blaðamann þar að hann hafi tekið þá ákvörðun að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir hefur fjallað ítarlega um vandræðagang Haralds hvað varar framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar hefur Haraldur slegið úr og í. Hann lýsti því yfir að hann ætlaði að snúa sér að öðru ef hann myndi ekki hafa betur gegn Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur ráðherra í prófkjörsbaráttu. Það gekk ekki eftir auk þess sem ummæli Haraldar þess efnis voru af konum í flokknum túlkuð sem ósmekkleg hótun. Eftir að úrslitin lágu fyrir dró Haraldur nokkuð í land með að hann hafi sagst ætla að hætta. Hann segir nú í samtali við Skessuhorn að hann hafi ekki verið sannfærður um hvort hann tæki annað sætið; hann vildi gefa nýjum oddvita sviðið óskert. „Vildi í það minnsta hugsa minn gang og heyra hljóðið í flokksforystunni og baklandi mínu. Ég hef á síðustu dögum meðtekið gríðarlegan fjölda áskorana um að þiggja annað sætið á listanum. Þar eiga í hlut bæði dyggir stuðningsmenn mínir í gegnum tíðina og einnig óflokksbundið fólk sem annt er um stöðu landsbyggðarinnar. Ég get því ekki litið framhjá þeirri staðreynd að þrátt fyrir allt virðist ennþá vera eftirspurn eftir störfum mínum á þingi,“ sagði Haraldur. Vísir greindi frá því í morgun að Brynjar Níelsson, sem einnig hefur hætt við að hætta, hafi skorað á Harald að vera með sér í því. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Upphlaup vegna afarkosta Haralds skerpa línur í Sjálfstæðisflokknum Áhugamenn um stjórnmál og þar með innyfli Sjálfstæðisflokksins hafa komist í feitt í upphlaupinu í tengslum við afarkosti Haraldar Benediktssonar vegna komandi prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. 16. júní 2021 16:45 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram á vestlenska fréttavefnum Skessuhorni. Hann segir í samtali við blaðamann þar að hann hafi tekið þá ákvörðun að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir hefur fjallað ítarlega um vandræðagang Haralds hvað varar framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar hefur Haraldur slegið úr og í. Hann lýsti því yfir að hann ætlaði að snúa sér að öðru ef hann myndi ekki hafa betur gegn Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur ráðherra í prófkjörsbaráttu. Það gekk ekki eftir auk þess sem ummæli Haraldar þess efnis voru af konum í flokknum túlkuð sem ósmekkleg hótun. Eftir að úrslitin lágu fyrir dró Haraldur nokkuð í land með að hann hafi sagst ætla að hætta. Hann segir nú í samtali við Skessuhorn að hann hafi ekki verið sannfærður um hvort hann tæki annað sætið; hann vildi gefa nýjum oddvita sviðið óskert. „Vildi í það minnsta hugsa minn gang og heyra hljóðið í flokksforystunni og baklandi mínu. Ég hef á síðustu dögum meðtekið gríðarlegan fjölda áskorana um að þiggja annað sætið á listanum. Þar eiga í hlut bæði dyggir stuðningsmenn mínir í gegnum tíðina og einnig óflokksbundið fólk sem annt er um stöðu landsbyggðarinnar. Ég get því ekki litið framhjá þeirri staðreynd að þrátt fyrir allt virðist ennþá vera eftirspurn eftir störfum mínum á þingi,“ sagði Haraldur. Vísir greindi frá því í morgun að Brynjar Níelsson, sem einnig hefur hætt við að hætta, hafi skorað á Harald að vera með sér í því.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Upphlaup vegna afarkosta Haralds skerpa línur í Sjálfstæðisflokknum Áhugamenn um stjórnmál og þar með innyfli Sjálfstæðisflokksins hafa komist í feitt í upphlaupinu í tengslum við afarkosti Haraldar Benediktssonar vegna komandi prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. 16. júní 2021 16:45 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51
Upphlaup vegna afarkosta Haralds skerpa línur í Sjálfstæðisflokknum Áhugamenn um stjórnmál og þar með innyfli Sjálfstæðisflokksins hafa komist í feitt í upphlaupinu í tengslum við afarkosti Haraldar Benediktssonar vegna komandi prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. 16. júní 2021 16:45