Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, bauð Tsikhanouskaju til Íslands, að því er segir í tísti þar sem hún tilkynnir um heimsóknina. Hún verður á landinu dagana 1.-4. júlí.
„Ísland er dyggur stuðningsaðili lýðræðislegra breytinga í Hvíta-Rússlandi. Þeta er annað landið utan Evrópusambandsins þangað sem ég fer í starfsheimsókn,“ tísti hún í kvöld.
On July 1-4, I will visit Iceland at the invitation of FM @GudlaugurThor to meet PM @katrinjak, 🇮🇸 Parliament Speaker, & @uni_iceland rector. Iceland is a strong supporter of democratic changes in Belarus. This is the second non-EU country I have a working visit to. pic.twitter.com/3KWU4VS7Dv
— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 25, 2021
Tsikhanouskaja bauð sig fram til forseta eftir að Siarhei Tsikhanouski, eiginmaður hennar sem hugði á framboð, var fangelsaður í maí í fyrra. Hún flúði land undir þrýstingu ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta, daginn eftir forsetakosningarnar í ágúst sem stjórnarandstaðan í landinu fullyrðir að hafi verið sviksamlegar.
Síðan þá hefur Tsikhanouskaja búið í útlegð í Litháen með börnum sínum. Þaðan hefur hún unnið að því að afla stuðnings Evrópuríkja gegn veldi Lúkasjenka.
Mikil mótmæli brutust út í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenka lýsti yfir endurkjöri. Öryggissveitir hans börðu þau niður af mikilli hörku.