Tónlistarmaðurinn, sem hét Per-Åke Persson réttu nafni, var þekktur fyrir blús- og reggítónlist sína sem hann söng á sinni þekktu skánsku mállýsku.
Persson gaf út fjölda þekktra laga með sveit sinni Peps Blodsband sem stofnuð var á áttunda áratugnum, meðal annars lagið Falsk matematik sem var á sænska vinsældalistanum í fimmtán vikur árið 1973 og lagið Hög standard frá 1975.
Sömuleiðis naut lagið Oh Boy! mikilla vinsælda þar sem hann söng um sænska sumarveðrið árið 1992.
Peps Persson vann á ferli sínum með fjölda annarra sænskra tónlistarmanna, þeirra á meðal Nisse Hellberg, Wilmer X og Timbuktu.