Fékk að vita hjá pabba á leiðinni heim að hún hefði getað hitt ástina í lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 12:01 Kristjana Arnarsdóttir var með myndavélina á lofti á Laugardalsvelli en hefði sjálfsagt ekki þurft að nota súmm-takkann ef hún hefði fylgt pabba sínum í viðtöl sem hann tók eftir landsleik Íslands og Spánar. S2 Sport „Ég var mjög leið. Ég missti af honum,“ sagði íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir þegar hún rifjaði upp glatað tækifæri til að hitta þáverandi ástina í lífi sínu, á Laugardalsvelli á sextán ára afmælinu sínu. Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti