Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 10:15 Gareth Southgate faðmaði Joachim Löw eftir að hafa stýrt Englandi til sigurs gegn Þýskalandi á EM í gærkvöld. AP/John Sibley Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Real Madrid - Leganés | Madrídingar mega ekki misstíga sig Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira
Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Real Madrid - Leganés | Madrídingar mega ekki misstíga sig Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira