Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Óvænt úrslit í Kópavogi Dagur Lárusson skrifar 30. júní 2021 21:18 vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og áttu bæði lið dauðafæri sem þau hefðu getað skorað úr. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar ekki fyrr en á 43.mínútu þegar Katrín Ásbjörnsdóttir stangaði boltann í netið í teignum þar sem hún var ein á auðum sjó. Þetta var eina mark fyrri hálfleiksins og því fóru gestirnir með forystuna í hálfleikinn. Blikastúlkur komu ákveðnar inn í seinni hálfleikinn og sköpuðu strax mikla hættu við mark Stjörnunnar án þess þó að skapa nein stór marktækifæri. Það var þó ekki Breiðablik sem skoraði næsta mark leiksins því á 62.mínútu fékk Gyða Kristín boltann á miðjunni og gaf á Katrínu sem þurfti aðeins að sækja boltann en var svo komin ein gegn Kristínu Dís. Katrín lék laglega á Kristínu og endaði síðan á því að þruma boltanum í þverslánna og inn, frábært mark hjá Katrínu. Þetta mark Katrínar slökkti þó samt ekki í Blikum og aðeins sjö mínútum síðar átti Birta Georgsdóttir fyrirgjöf inn á teig sem Chante í marki Stjörnunnar náði ekki að grípa. Boltinn barst þá til Öglu Maríu sem stýrði boltanum í netið og minnkaði muninn. Eftir þetta mark komu þó heldur fá marktækifæri og vörðustu gestirnir virkilega vel og var baráttan áþreifanleg. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-1 og annar tapleikur Íslandsmeistarana í röð því staðreynd. Afhverju vann Stjarnan? Eins og Katrín Ásbjörnsdóttir sagði í viðtali eftir leik þá börðust gestirnir eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær vissu að þær þyrftu að vinna baráttuna um baráttuna og þær gerðu það svo sannarlega. Stjarnan var svo meira og minna yfir í miðju baráttunni í leiknum en þær Selma og Taylor í liði Breiðabliks hafa báðar átt betri leiki og voru oftar en ekki undir í baráttunni við t.d. Ingibjörgu á miðjunni hjá Stjörnunni. Hverjir stóðu uppúr? Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði ekki aðeins tvö frábær framherja mörk, heldur var hún í algjöru lykilhlutverki í öllum sóknaraðgerðum Stjörnunnar og vann t.d boltann á miðjunni snemma leiks og sendi hann inn fyrir á Betsy sem var ein gegn Telmu í marki Breiðabliks og hefði átt að skora. Hvað fór illa? Þær Selma og Taylor áttu ekki sinn besta leik í dag og þær töpuðu baráttunni á miðjunni gegn Stjörnunni. Chloé kom inn á í hálfleiknum með mikinn kraft og ákveðni en það fjaraði smátt og smátt í burtu eftir annað mark Stjörnunnar. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næsta leik næstkomandi þriðjudag eða 6.júlí. Blikar fara í Laugardalinn og mæta Þrótti á meðan Stjarnan tekur á móti Tindastól á Samsung-vellinum. Vilhjálmur: Það vantar stöðugleika ,,Mér fannst þetta ekki sanngjörn úrslit, við áttum meira skilið út úr þessum leik. Þær hins vegar gera vel í sínum mörkum og við náum ekki að setja annað markið til þess að jafna þetta,” byrjaði Vilhjálmur á að segja. Vilhjálmur vildi meina að liðið sitt hafi gefið heldur ódýr mörk í kvöld. ,,Við vorum að gefa þeim allt of ódýr mörk í kvöld, við klikkuðum á dekkningu í fyrra markinu og svo fær hún svona frekar auðvelt skot í seinna markinu. Þannig það voru kannski helst þessi mörk sem þær skoruðu sem ég er óánægður með, því mér fannst þær ekki skapa mikið af öðrum færum. Við vorum meira með boltann og sköpuðum meira, en það eru auðvitað úrslitin sem telja, við erum heldur betur búin að sjá það á EM í sumar.” Þetta var annað tap Blika á heimavelli í röð en Vilhjálmur vildi þó meina að það vanti almennt stöðuleika í liðið, ekki bara á heimavelli. ,,Það vantar bara stöðuleika almennt hjá okkur. Við höfum verið að spila fína leiki en dottið síðan niður inn á milli, þannig það vantar klárlega stöðuleika í liðið.” Kristján: Reyndum að gera þeirra styrkleika að þeirra veikleikum Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hæstánægður með 2-1 sigur síns liðs á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld. ,,Já auðvitað, að vinna Íslandsmeistarana á sínum heimavelli er mjög gott og góður leikur hjá báðum liðum,” byrjaði Kristján á að segja. Kristján var mjög ánægður með hreyfingu síns liðs án boltans og taldi að það hafi verið lykilinn í kvöld. ,,Hreyfingin án bolta hjá okkur í kvöld var frábær og við vorum að þora að spila boltanum út frá vörninni og það gekk bara mjög. Það er mjög erfitt að undirbúa leik á móti Breiðablik því það er að svo mörgu að huga, bæði sóknarlega og varnarlega, þannig við reyndum að gera styrkleika þeirra að þeirra veikleikum og það gekk að einhverju leyti,” hélt Kristján áfram. Kristján var ánægður með varnarleikinn í kvöld, þó aðallega í fyrri hálfleiknum. ,,Fyrri hálfleikurinn var betri, síðari hálfleikurinn var aðeins öðruvísi, þær breyta sínum leik og við þurfum aðeins að elta þær en við stóðumst það álag vel,” endaði Kristján á að segja. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og áttu bæði lið dauðafæri sem þau hefðu getað skorað úr. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar ekki fyrr en á 43.mínútu þegar Katrín Ásbjörnsdóttir stangaði boltann í netið í teignum þar sem hún var ein á auðum sjó. Þetta var eina mark fyrri hálfleiksins og því fóru gestirnir með forystuna í hálfleikinn. Blikastúlkur komu ákveðnar inn í seinni hálfleikinn og sköpuðu strax mikla hættu við mark Stjörnunnar án þess þó að skapa nein stór marktækifæri. Það var þó ekki Breiðablik sem skoraði næsta mark leiksins því á 62.mínútu fékk Gyða Kristín boltann á miðjunni og gaf á Katrínu sem þurfti aðeins að sækja boltann en var svo komin ein gegn Kristínu Dís. Katrín lék laglega á Kristínu og endaði síðan á því að þruma boltanum í þverslánna og inn, frábært mark hjá Katrínu. Þetta mark Katrínar slökkti þó samt ekki í Blikum og aðeins sjö mínútum síðar átti Birta Georgsdóttir fyrirgjöf inn á teig sem Chante í marki Stjörnunnar náði ekki að grípa. Boltinn barst þá til Öglu Maríu sem stýrði boltanum í netið og minnkaði muninn. Eftir þetta mark komu þó heldur fá marktækifæri og vörðustu gestirnir virkilega vel og var baráttan áþreifanleg. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-1 og annar tapleikur Íslandsmeistarana í röð því staðreynd. Afhverju vann Stjarnan? Eins og Katrín Ásbjörnsdóttir sagði í viðtali eftir leik þá börðust gestirnir eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær vissu að þær þyrftu að vinna baráttuna um baráttuna og þær gerðu það svo sannarlega. Stjarnan var svo meira og minna yfir í miðju baráttunni í leiknum en þær Selma og Taylor í liði Breiðabliks hafa báðar átt betri leiki og voru oftar en ekki undir í baráttunni við t.d. Ingibjörgu á miðjunni hjá Stjörnunni. Hverjir stóðu uppúr? Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði ekki aðeins tvö frábær framherja mörk, heldur var hún í algjöru lykilhlutverki í öllum sóknaraðgerðum Stjörnunnar og vann t.d boltann á miðjunni snemma leiks og sendi hann inn fyrir á Betsy sem var ein gegn Telmu í marki Breiðabliks og hefði átt að skora. Hvað fór illa? Þær Selma og Taylor áttu ekki sinn besta leik í dag og þær töpuðu baráttunni á miðjunni gegn Stjörnunni. Chloé kom inn á í hálfleiknum með mikinn kraft og ákveðni en það fjaraði smátt og smátt í burtu eftir annað mark Stjörnunnar. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næsta leik næstkomandi þriðjudag eða 6.júlí. Blikar fara í Laugardalinn og mæta Þrótti á meðan Stjarnan tekur á móti Tindastól á Samsung-vellinum. Vilhjálmur: Það vantar stöðugleika ,,Mér fannst þetta ekki sanngjörn úrslit, við áttum meira skilið út úr þessum leik. Þær hins vegar gera vel í sínum mörkum og við náum ekki að setja annað markið til þess að jafna þetta,” byrjaði Vilhjálmur á að segja. Vilhjálmur vildi meina að liðið sitt hafi gefið heldur ódýr mörk í kvöld. ,,Við vorum að gefa þeim allt of ódýr mörk í kvöld, við klikkuðum á dekkningu í fyrra markinu og svo fær hún svona frekar auðvelt skot í seinna markinu. Þannig það voru kannski helst þessi mörk sem þær skoruðu sem ég er óánægður með, því mér fannst þær ekki skapa mikið af öðrum færum. Við vorum meira með boltann og sköpuðum meira, en það eru auðvitað úrslitin sem telja, við erum heldur betur búin að sjá það á EM í sumar.” Þetta var annað tap Blika á heimavelli í röð en Vilhjálmur vildi þó meina að það vanti almennt stöðuleika í liðið, ekki bara á heimavelli. ,,Það vantar bara stöðuleika almennt hjá okkur. Við höfum verið að spila fína leiki en dottið síðan niður inn á milli, þannig það vantar klárlega stöðuleika í liðið.” Kristján: Reyndum að gera þeirra styrkleika að þeirra veikleikum Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hæstánægður með 2-1 sigur síns liðs á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld. ,,Já auðvitað, að vinna Íslandsmeistarana á sínum heimavelli er mjög gott og góður leikur hjá báðum liðum,” byrjaði Kristján á að segja. Kristján var mjög ánægður með hreyfingu síns liðs án boltans og taldi að það hafi verið lykilinn í kvöld. ,,Hreyfingin án bolta hjá okkur í kvöld var frábær og við vorum að þora að spila boltanum út frá vörninni og það gekk bara mjög. Það er mjög erfitt að undirbúa leik á móti Breiðablik því það er að svo mörgu að huga, bæði sóknarlega og varnarlega, þannig við reyndum að gera styrkleika þeirra að þeirra veikleikum og það gekk að einhverju leyti,” hélt Kristján áfram. Kristján var ánægður með varnarleikinn í kvöld, þó aðallega í fyrri hálfleiknum. ,,Fyrri hálfleikurinn var betri, síðari hálfleikurinn var aðeins öðruvísi, þær breyta sínum leik og við þurfum aðeins að elta þær en við stóðumst það álag vel,” endaði Kristján á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti