Óli Jóh hefur ekki unnið gamla lærisvein sinn í síðustu sjö leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 14:01 Ólafur Jóhannesson og Heimur Guðjónsson hafa mæst oft á síðustu árum. Samsett/Daníel/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson hefur tvisvar tekið við mjög góðu búi af Ólafi Jóhannessyni en það er líka langt síðan að Ólafur hefur unnið hann í deildarleik. Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson mætast í kvöld sem þjálfarar Vals og FH þegar liðin mætast í fyrsta leik elleftu umferðar Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þeir hafa áður mæst í innbyrðis leik þessara liða en þjálfuðu þá hitt liðið, Heimir lið FH og Ólafur lið Vals. Nú er Heimir með Valsliðið en Ólafur nýtekinn aftur við FH-liðinu. Það þarf að fara meira en sex ár aftur í tímann til að finna leik þar sem Ólafur Jóhannesson hafði síðast betur á móti Heimi Guðjónssyni í Pepsi Max deildinni. Það var í leik Vals og FH 17. maí 2015. Valur vann þá 2-0 sigur þökk sé tveimur mörkum Sigurðar Egils Lárussonar. Það var í fyrsta sinn sem Ólafur stýrði liði á móti FH síðan að hann hætti haustið 2007 eftir að hafa unnið fjóra fyrstu stóru titla félagsins. Heimir tók við af Ólafi og FH vann sex stóra titla til viðbótar undir hans stjórn. Ólafur tók við Val sumarið 2015 og undir hans stjórn vann Hlíðarendaliðið fjóra stóra titla á fyrstu fjórum tímabilunum. Ólafur hætti með Valsmenn eftir 2019 tímabilið og Heimir tók við. Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum á fyrsta ári alveg eins og hann hafði gert þegar hann tók við FH liðinu af Ólafi fyrir 2008 tímabilið. En frá þessum leik á Hlíðarenda í byrjun fyrsta tímabils Ólafs með Valsmenn þá hefur lítið gengið í leikjunum á móti hans gamla lærisveini. Þetta eru núna orðnir sjö deildarleikir í röð þar sem Ólafur hefur ekki náð að fagna sigri á móti Heimi og stigin eru 15-3, Heimi í vil í þessum sjö leikjum. Leikur Vals og FH hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 18.45 og eftir leikinn gerir Pepsi Max Stúkan hann upp á Stöð 2 Sport. Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7 Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson mætast í kvöld sem þjálfarar Vals og FH þegar liðin mætast í fyrsta leik elleftu umferðar Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þeir hafa áður mæst í innbyrðis leik þessara liða en þjálfuðu þá hitt liðið, Heimir lið FH og Ólafur lið Vals. Nú er Heimir með Valsliðið en Ólafur nýtekinn aftur við FH-liðinu. Það þarf að fara meira en sex ár aftur í tímann til að finna leik þar sem Ólafur Jóhannesson hafði síðast betur á móti Heimi Guðjónssyni í Pepsi Max deildinni. Það var í leik Vals og FH 17. maí 2015. Valur vann þá 2-0 sigur þökk sé tveimur mörkum Sigurðar Egils Lárussonar. Það var í fyrsta sinn sem Ólafur stýrði liði á móti FH síðan að hann hætti haustið 2007 eftir að hafa unnið fjóra fyrstu stóru titla félagsins. Heimir tók við af Ólafi og FH vann sex stóra titla til viðbótar undir hans stjórn. Ólafur tók við Val sumarið 2015 og undir hans stjórn vann Hlíðarendaliðið fjóra stóra titla á fyrstu fjórum tímabilunum. Ólafur hætti með Valsmenn eftir 2019 tímabilið og Heimir tók við. Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum á fyrsta ári alveg eins og hann hafði gert þegar hann tók við FH liðinu af Ólafi fyrir 2008 tímabilið. En frá þessum leik á Hlíðarenda í byrjun fyrsta tímabils Ólafs með Valsmenn þá hefur lítið gengið í leikjunum á móti hans gamla lærisveini. Þetta eru núna orðnir sjö deildarleikir í röð þar sem Ólafur hefur ekki náð að fagna sigri á móti Heimi og stigin eru 15-3, Heimi í vil í þessum sjö leikjum. Leikur Vals og FH hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 18.45 og eftir leikinn gerir Pepsi Max Stúkan hann upp á Stöð 2 Sport. Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7
Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira