Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 10:31 Romelu Lukaku er búinn að kveðja Cristiano Ronaldo og ætlar sér að senda Ítali í sumarfrí í kvöld. EPA-EFE/Lluis Gene Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira