Málaferli í Vatíkaninu vegna fjárdráttar Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2021 19:35 Páfinn gerði Becciu að kardinála árið 2018. Corbis/Getty Giovanni Angelo Becciu kardináli er einn þeirra tíu sem ákærðir hafa verið vegna fjárdráttar. Málið á rætur sínar að rekja til fjárfestingar Vatíkansins í fasteignaverkefni í Lundúnum. Kardinálinn er háttsettasti embættismaður Páfagarðs sem ákærður hefur verið fyrir fjárdrátt og brot í starfi. Becciu neyddist til að segja af sér í september síðastliðnum. Þá var honum gefið að sök að hafa gefið bróður sínum fé úr fjárhirslum Vatíkansins. Fyrir afsögnina var hann einn nánasti ráðgafi Frans páfa. Becciu átti þátt í umdeildum fasteignaviðskiptum þar sem fé kirkjunnar var notað til þess að fjárfesta í lúxusíbúðum í London. Rannsókn stendur yfir á fjárfestingunum en fé kirkjunnar var veitt í gegnum aflandsfélög og skúffufyrirtæki. Kaupverð íbúðanna var tæplega 25 milljarðar króna. Kardinálinn heldur fram sakleysi sínu og segist vera fórnarlamb samsæris. Páfinn skar upp herör gegn fjárglæfrum Allt frá því að Frans páfi tók við völdum í Vatíkaninu árið 2013 hefur hann einsett sér að koma reglu á fjármál smáríkisins og kirkjunnar. Páfinn sýndi fram á ætlun sína með því að leyfa ákæru og málarekstur gagnvart Becciu sem var ekki einungis háttsettur innan kirkjunnar heldur einnig náinn vinur páfans. Sérfræðingar um málefni Vatíkansins telja að með því að leyfa málaferlin hætti páfinn á að fjármál kirkjunnar verði rannsökuð af utanaðkomandi aðilum. Tveir fyrrum yfirmenn fjármálaeftirlits Vatíkansins eru meðal þeirra tíu sem eru ákærðir í málinu. Ákært er fyrir fjárdrátt, peningaþvætti, fjársvik, fjárkúgun og brot í embætti. Páfagarður Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Kardinálinn er háttsettasti embættismaður Páfagarðs sem ákærður hefur verið fyrir fjárdrátt og brot í starfi. Becciu neyddist til að segja af sér í september síðastliðnum. Þá var honum gefið að sök að hafa gefið bróður sínum fé úr fjárhirslum Vatíkansins. Fyrir afsögnina var hann einn nánasti ráðgafi Frans páfa. Becciu átti þátt í umdeildum fasteignaviðskiptum þar sem fé kirkjunnar var notað til þess að fjárfesta í lúxusíbúðum í London. Rannsókn stendur yfir á fjárfestingunum en fé kirkjunnar var veitt í gegnum aflandsfélög og skúffufyrirtæki. Kaupverð íbúðanna var tæplega 25 milljarðar króna. Kardinálinn heldur fram sakleysi sínu og segist vera fórnarlamb samsæris. Páfinn skar upp herör gegn fjárglæfrum Allt frá því að Frans páfi tók við völdum í Vatíkaninu árið 2013 hefur hann einsett sér að koma reglu á fjármál smáríkisins og kirkjunnar. Páfinn sýndi fram á ætlun sína með því að leyfa ákæru og málarekstur gagnvart Becciu sem var ekki einungis háttsettur innan kirkjunnar heldur einnig náinn vinur páfans. Sérfræðingar um málefni Vatíkansins telja að með því að leyfa málaferlin hætti páfinn á að fjármál kirkjunnar verði rannsökuð af utanaðkomandi aðilum. Tveir fyrrum yfirmenn fjármálaeftirlits Vatíkansins eru meðal þeirra tíu sem eru ákærðir í málinu. Ákært er fyrir fjárdrátt, peningaþvætti, fjársvik, fjárkúgun og brot í embætti.
Páfagarður Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira