Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 11:35 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis. Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær. Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær.
Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira