Vann sinn fyrsta PGA-sigur eftir dramatískan bráðabana Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 23:10 Ástralinn Cameron Davis rétt náði inn í bráðabanann á lokaholunni, áður en hann fagnaði sigri. Getty Images/Maddie Meyer Ástralinn Cameron Davis fagnaði sigri á Rocket Mortgage Classic-mótinu í Detroit í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrsta sigur kappans á PGA-mótaröðinni og hann var torsóttur. Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira