Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2021 11:45 Ingó Veðurguð mun ekki annast brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Stöð 2 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu. MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.
MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45
Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47