Meira en tvö hundruð mánuðir á milli KR-leikja hjá Elmari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 14:00 Theódór Elmar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Hann spilar aftur með KR í kvöld eftir langa bið. EPA/ROBERT GHEMENT Löng bið endar í dag á Dalvíkurvelli í leik KA og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. 19. september 2004 klæddist Theódór Elmar Bjarnason KR-treyjunni í leik á móti Fylki í þá Landsbankadeild karla. Þetta er síðasti leikur hans fyrir KR þar til í kvöld. Theódór Elmar gekk frá samningi sínum við KR í síðustu viku og mun spila fyrsta leikinn sinn með liðinu í kvöld. KR heimsækir þá KA á Dalvík en leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er annar tveggja leikja í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hinn er leikur Víkinga og Skagamanna sem hefst á sama tíma. Endurkoma Theódórs Elmars er sérstök enda orðinn heill knattspyrnuferill síðan hann klæddist síðast svarthvítu KR-treyjunni. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Það verða nefnilega liðin sextán ár, níu mánuðir og sextán dagar síðan hann spilaði síðast með uppeldisfélaginu sínu í efstu deild á Íslandi. Samtals gerir þetta 201 mánuð og sextán daga. Theódór Elmar fór fyrst út í atvinnumennsku til Celtic í Skotlandi en hefur síðan spilað í Noregi, í Svíþjóð, í Danmörku, í Tyrklandi og loks í Grikklandi. Theódór Elmar var aðeins sautján ára gamall þegar hann fór út í atvinnumennsku og snýr nú til baka orðinn 34 ára gamall. Elmar verður væntanlega í kvöld sá leikmaður þar sem hefur beðið lengst á milli leikja fyrir KR í efstu deild. Metið átti Indriði Sigurðsson. Indriði var í burtu í 16 ár, 7 mánuði og 14 daga eða frá því að hann lék með KR út 1999 tímabilið þar til að hann snéri aftur sumarið 2016. Þjálfari Elmars í kvöld, Rúnar Kristinsson, beið líka mjög lengi eftir því að klæðast KR-treyjunni. Rúnar fór út í atvinnumennsku eftir 1994 tímabilið en kom aftur heim sumarið 2007. Alls liðu tólf ár og átta mánuðir milli deildarleikja hans fyrir KR. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
19. september 2004 klæddist Theódór Elmar Bjarnason KR-treyjunni í leik á móti Fylki í þá Landsbankadeild karla. Þetta er síðasti leikur hans fyrir KR þar til í kvöld. Theódór Elmar gekk frá samningi sínum við KR í síðustu viku og mun spila fyrsta leikinn sinn með liðinu í kvöld. KR heimsækir þá KA á Dalvík en leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er annar tveggja leikja í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hinn er leikur Víkinga og Skagamanna sem hefst á sama tíma. Endurkoma Theódórs Elmars er sérstök enda orðinn heill knattspyrnuferill síðan hann klæddist síðast svarthvítu KR-treyjunni. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Það verða nefnilega liðin sextán ár, níu mánuðir og sextán dagar síðan hann spilaði síðast með uppeldisfélaginu sínu í efstu deild á Íslandi. Samtals gerir þetta 201 mánuð og sextán daga. Theódór Elmar fór fyrst út í atvinnumennsku til Celtic í Skotlandi en hefur síðan spilað í Noregi, í Svíþjóð, í Danmörku, í Tyrklandi og loks í Grikklandi. Theódór Elmar var aðeins sautján ára gamall þegar hann fór út í atvinnumennsku og snýr nú til baka orðinn 34 ára gamall. Elmar verður væntanlega í kvöld sá leikmaður þar sem hefur beðið lengst á milli leikja fyrir KR í efstu deild. Metið átti Indriði Sigurðsson. Indriði var í burtu í 16 ár, 7 mánuði og 14 daga eða frá því að hann lék með KR út 1999 tímabilið þar til að hann snéri aftur sumarið 2016. Þjálfari Elmars í kvöld, Rúnar Kristinsson, beið líka mjög lengi eftir því að klæðast KR-treyjunni. Rúnar fór út í atvinnumennsku eftir 1994 tímabilið en kom aftur heim sumarið 2007. Alls liðu tólf ár og átta mánuðir milli deildarleikja hans fyrir KR. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira