Halda sig inni vegna gosmóðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 18:33 Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. Vísir Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01
Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33