Gautaborgarliðið fékk gullið tækifæri til að komast yfir í leiknum eftir rúmlega hálftímaleik þegar það fékk vítaspyrnu. Tobias Sana steig á punktinn en tókst ekki að skora.
Markalaust var í hléi og raunar allt fram á 75. mínútu þegar Johan Larsson skoraði það sem reyndist eina mark leiksins fyrir Elfsborg.
Kolbeinn spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg og fékk sannkallað dauðafæri til að jafna leikinn í uppbótartíma. Kolbeinn komst hins vegar ekki í það að koma boltanum í netið þar sem markvörður Gautaborgar, Grikkinn Giannis Anestis, skaut boltanum á einhvern hátt yfir er hann tók boltann frá fótum Kolbeins, sem brást ókvæða við og lét Grikkjann heyra það líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Anestis vissi upp á sig sökina og bað Kolbein afsökunar.
Kolbeinn Sigþórsson missar öppet mål på stopptid! pic.twitter.com/wvRkn4TuSZ
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021
Gautaborg hefur átt afleitu gengi að fagna og aðeins unnið einn leik af fyrstu níu í deildinni. Liðið er með níu stig í 12. sæti deildarinnar, aðeins stigi frá fallsæti.
Uppfært 21:30: Greint var frá því að Kolbeinn hefði skotið yfir en í raun var það markvörðurinn Anestis.