Sjáðu þegar Kristján Flóki vildi fá víti en endaði með tvö gul á þrjátíu sekúndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 09:30 Kristján Flóki Finnbogason missti stjórn á sér fyrir norðan en liðsfélagaranir hans unnu samt leikinn manni færri. Vísir/Bára KR-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi. Kristján Flóki fékk að líta rauða spjaldið hjá Ívari Orra Kristjánssyni dómara eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með aðeins þrjátíu sekúndna millibili. Þá tökum við inn tímann sem það tók Ívar dómara að skrá niður spjaldið á Kristján Flóka. Skjámynd/S2 Sport Rauða spjaldið fór á loft strax á 22. mínútu leiksins en KR-ingar skoruðu tvö mörk manni færri og fóru með öll þrjú stigin heim í Vesturbæinn. Fyrra gula spjaldið fékk Kristján Flóki fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið vítaspyrnu og það seinna fyrir brot um leið og leikurinn fór aftur í gang. Gunnlaugur Jónsson og Jón Þór Hauksson fóru yfir þessi gulu spjöld í Pepsi Max Stúkunni í gær og þar má einnig sjá vítið sem Kristján Flóki fékk ekki og var í raun kveikjan að öllu veseninu hans. Skjámynd/S2 Sport „Þarna er hann augljóslega mjög heitir og ósáttur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson. „Hann er á gul spjaldi þarna og það er ekkert annað hægt,“ bætti Gunnlaugur við. „Fyrra gula spjaldið er ákveðið agaleysi þegar hann hleypur yfir hálfan völlinn til að mótmæla þessum vítaspyrnudómi. Hann hefur nógan tíma til að ná sér aðeins niður. Hann fer svo í þetta atvik í innkastinu og mér finnst hann vera pínu óheppinn þar því það er ekki beinleiðis ósetningur í þessu og hann er að reyna að vinna boltann,“ sagði Jón Þór Hauksson sem var þó á því að Ívar Orri hafi ekki haft um neitt annað að ræða en gefa seinna gula spjaldið. Hér fyrir neðan má sjá öll þessi atvik og umfjöllun Pepsi Max Stúkunnar um þau. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Spjöldin sem Kristján Flóki fékk Pepsi Max-deild karla KR KA Pepsi Max stúkan Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
Kristján Flóki fékk að líta rauða spjaldið hjá Ívari Orra Kristjánssyni dómara eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með aðeins þrjátíu sekúndna millibili. Þá tökum við inn tímann sem það tók Ívar dómara að skrá niður spjaldið á Kristján Flóka. Skjámynd/S2 Sport Rauða spjaldið fór á loft strax á 22. mínútu leiksins en KR-ingar skoruðu tvö mörk manni færri og fóru með öll þrjú stigin heim í Vesturbæinn. Fyrra gula spjaldið fékk Kristján Flóki fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið vítaspyrnu og það seinna fyrir brot um leið og leikurinn fór aftur í gang. Gunnlaugur Jónsson og Jón Þór Hauksson fóru yfir þessi gulu spjöld í Pepsi Max Stúkunni í gær og þar má einnig sjá vítið sem Kristján Flóki fékk ekki og var í raun kveikjan að öllu veseninu hans. Skjámynd/S2 Sport „Þarna er hann augljóslega mjög heitir og ósáttur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson. „Hann er á gul spjaldi þarna og það er ekkert annað hægt,“ bætti Gunnlaugur við. „Fyrra gula spjaldið er ákveðið agaleysi þegar hann hleypur yfir hálfan völlinn til að mótmæla þessum vítaspyrnudómi. Hann hefur nógan tíma til að ná sér aðeins niður. Hann fer svo í þetta atvik í innkastinu og mér finnst hann vera pínu óheppinn þar því það er ekki beinleiðis ósetningur í þessu og hann er að reyna að vinna boltann,“ sagði Jón Þór Hauksson sem var þó á því að Ívar Orri hafi ekki haft um neitt annað að ræða en gefa seinna gula spjaldið. Hér fyrir neðan má sjá öll þessi atvik og umfjöllun Pepsi Max Stúkunnar um þau. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Spjöldin sem Kristján Flóki fékk
Pepsi Max-deild karla KR KA Pepsi Max stúkan Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira