Reynsluboltinn Beitir og nýliðinn Árni Marinó magnaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 14:00 Beitir var magnaður gegn KA. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Beitir Ólafsson var frábær er KR ríghélt í 2-1 forystu manni færri gegn KA á Dalvíkurvelli í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Þá var nýliðinn Árni Marinó Einarsson grátlega nálægt því að tryggja ÍA stig í Fossvogi. Víkingur tryggði 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35
Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00
Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55