Ítalía er komin í úrslit EM eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og ekkert var skorað í framlengingunni. Fór það svo að Ítalía vann í vítaspyrnukeppni og er komið í úrslitaleikinn gegn Englandi eða Danmörku sem mætast í kvöld.
Leikmenn Ítalíu eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína á mótinu sem og undanfarin misseri enda liðið spilað stórkostlega og ekki tapað í síðustu 33 leikjum sínum. Þjálfarateymi liðsins á einnig skilið hrós en í gær stal einn af aðstoðarþjálfurum liðsins senunni.
Það var á 107. mínútu leiksins sem Federico Bernardeschi sem kom inn af bekknum en við hlið hans stóð Alberico Evani. Maður sem virðist einfaldlega vera Ítalía holdi klæddur. Ef fólk fylgdist vel með ítölskum fótbolta á níunda og tíunda áratug síðustu aldar þá man það eflaust eftir hinum 1.74 metra háa Evani á miðju AC Milan en hann lék með liðinu frá 1980 til 1993.

Alls lék hann 296 deildarleiki og vann fjölda titla með félaginu. Evani vann Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þrívegis ásamt því að vinna Evrópubikarinn tvívegis, Ofurbikar Evrópu – sem og Ítalíu – tvívegis. Þá var hann hluti af ítalska landsliðinu sem endaði í 2. sæti á HM árið 1994.
Evani vakti gífurlega athygli og segja má að samfélagsmiðlar hafi logað í skamma stund er fólk reyndi að komast að því hver aðstoðarþjálfari Ítala var. Upp úr því kom margt misfyndið en hér að neðan má sjá það helsta sem vakti athygli.
Alberico Evani is the most Italian looking man in the history of Italian men.
— HLTCO (@HLTCO) July 7, 2021
An icon. pic.twitter.com/Q04jw3nHPM
— Ben Machell (@ben_machell) July 6, 2021
Maðurinn í gráa jakkanum er ítalskasti maður sem ég hef séð pic.twitter.com/1YW9C7hBj2
— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) July 6, 2021
Evani might be getting some attention in this tournament but I m thinking he s got used to it over the years. pic.twitter.com/HqVkXedtzq
— David Preece (@davidpreece12) July 7, 2021
Fyrir fólk sem vill lesa meira um Evani má smella Hér.
Roberto Mancini - aðalþjálfari liðsins - og Gianluca Vialli hafa einnig fengið verðskuldað hrós en þeir hafa farið saman í gegnum súrt og sætt.
Gianluca Vialli and Roberto Mancini have been there together from the beginning #EURO2020 #ITA pic.twitter.com/1erRSQcOKs
— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) July 6, 2021
Coaching up his Italian squad, Roberto Mancini wore a Richard Mille made specifically for the #EURO2020 https://t.co/7XgFFWteno pic.twitter.com/5PEQRf5gpo
— GQ Sports (@GQSports) July 3, 2021
#EURO2020 pic.twitter.com/rqpChyZCus
— Gummi Ben (@GummiBen) July 6, 2021
Mancini, Vialli, Evani og allt þjálfarateymi Ítalíu fær einn leik í viðbót til að láta ljós sitt skína en liðið er komið í úrslit EM sem fram fer á Wembley á sunnudag. Í kvöld kemur í ljós hvort það verði England eða Danmörk sem mæti þeim þar.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.