Félagsskapurinn var ekki af verri endanum. En Björgólfur naut leiksins með stórvini sínum David Beckham og leikstjóranum Guy Richie sem einnig hefur sést mikið með þeim félögum.
Þá var skemmtistaðaeigandinn David Grutman einnig með í för, en hann er talinn vera einn sá virtasti í rafdanstónlistaheiminum í dag. Grutman birti mynd af þeim félögum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við myndina var heimsþekkti plötusnúðurinn David Guetta.
Það er ekki hægt að segja að lítið hafi farið fyrir vináttu Björgólfs og Beckham síðustu ár. Þeir hafa ítrekað sést saman og meðal annars verið duglegir að veiða hér á landi og ferðast saman.