Davíð Þór segir FH vilja halda Þóri Jóhanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 09:01 Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH - sem stendur. Vísir/Bára Dröfn Miðjumaðurinn öflugi Þórir Jóhann Helgason verður samningslaus í haust og hefur verið umræða á kreiki um að hann muni yfirgefa lið sitt FH er samningurinn rennur út. Davíð Þór Viðarsson, þjálfari FH var spurður út í samningsmál Þóris að loknum 1-0 sigri FH á Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Davíð Þór var í viðtali hjá Fótbolti.net eftir leik. Eftir að hafa rætt leikinn var hann spurður út í framtíð Þóris Jóhanns í Kaplakrika. Þórir Jóhann sjálfur var einnig í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leik en hafði lítinn áhuga á að ræða framtíð sína. „Ég vil ekkert ræða það,“ sagði leikmaðurinn um málið. Þessi tvítugi leikmaður lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum er hann var í byrjunarliði Íslands í 2-1 tapi gegn Mexíkó í vináttulandsleik. Þá á hann að baki sjö yngri landsleiki. Það er ljóst að það væri mikið áfall fyrir FH að missa hann í annað lið hér á landi. „Það er bara í ferli. Þórir Jóhann er einn allra besti leikmaðurinn okkar og leikmaður sem við viljum mjög mikið halda. Vonandi klárum við það mál á næstu dögum. Það er engin spurning að við höfum mikinn áhuga á að halda honum innan okkar raða,“ sagði Davíð Þór en miðjumaðurinn efnilegi hefur verið orðaður við Breiðablik. Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH.Vísir/Bára Dröfn Þórir Jóhann lék 82 mínútur er FH vann mikilvægan 1-0 sigur á írska liðinu Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Síðari leikur liðanna fer fram í næstu viku. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Sligo Rovers 1-0 | FH-ingar fara með yfirhöndina til Írlands FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. 8. júlí 2021 21:13 Matthías: Mikilvægast að fá fyrsta sigurinn í langan tíma Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var sáttur með 1-0 sigur síns liðs á Sligo Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld. 8. júlí 2021 20:42 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Davíð Þór var í viðtali hjá Fótbolti.net eftir leik. Eftir að hafa rætt leikinn var hann spurður út í framtíð Þóris Jóhanns í Kaplakrika. Þórir Jóhann sjálfur var einnig í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leik en hafði lítinn áhuga á að ræða framtíð sína. „Ég vil ekkert ræða það,“ sagði leikmaðurinn um málið. Þessi tvítugi leikmaður lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum er hann var í byrjunarliði Íslands í 2-1 tapi gegn Mexíkó í vináttulandsleik. Þá á hann að baki sjö yngri landsleiki. Það er ljóst að það væri mikið áfall fyrir FH að missa hann í annað lið hér á landi. „Það er bara í ferli. Þórir Jóhann er einn allra besti leikmaðurinn okkar og leikmaður sem við viljum mjög mikið halda. Vonandi klárum við það mál á næstu dögum. Það er engin spurning að við höfum mikinn áhuga á að halda honum innan okkar raða,“ sagði Davíð Þór en miðjumaðurinn efnilegi hefur verið orðaður við Breiðablik. Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH.Vísir/Bára Dröfn Þórir Jóhann lék 82 mínútur er FH vann mikilvægan 1-0 sigur á írska liðinu Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Síðari leikur liðanna fer fram í næstu viku.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Sligo Rovers 1-0 | FH-ingar fara með yfirhöndina til Írlands FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. 8. júlí 2021 21:13 Matthías: Mikilvægast að fá fyrsta sigurinn í langan tíma Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var sáttur með 1-0 sigur síns liðs á Sligo Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld. 8. júlí 2021 20:42 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Sligo Rovers 1-0 | FH-ingar fara með yfirhöndina til Írlands FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. 8. júlí 2021 21:13
Matthías: Mikilvægast að fá fyrsta sigurinn í langan tíma Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var sáttur með 1-0 sigur síns liðs á Sligo Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld. 8. júlí 2021 20:42