Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júlí 2021 09:54 Tryggvi var formaður þjóðhátíðarnefndar fyrir rúmum áratug. vísir Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12