Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 16:30 Það verða skrautlegir, ítalskir stuðningsmenn á meðal áhorfenda á Wembley á sunnudagskvöld en sjálfsagt í miklum minnihluta. EPA/Carl Recine Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira