Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 16:30 Það verða skrautlegir, ítalskir stuðningsmenn á meðal áhorfenda á Wembley á sunnudagskvöld en sjálfsagt í miklum minnihluta. EPA/Carl Recine Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira