„Við verðum að kíkja á þetta því þú varst að lýsa leiknum, Gummi, ég held að þú hafir ekki séð þetta eins vel og við. Það var einn strípalingur, sem var svo snöggur og hljóp kanta á milli,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, sem talaði þá við Guðmund Benediktsson, hinn þáttastjórnanda EM í dag, sem einnig lýsti leiknum.
„Öryggisgæslan var ekkert sérstök,“ sagði Guðmundur.
Heimir Hallgrímsson, sem var gestur í þættinum ásamt foreta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sagði þá: „Hérna þyrftum við eiginlega að hafa Óla Kristjáns á teikniborðinu. Hann platar hvern vörðinn á fætur öðrum þarna.“
Þetta skondna atvik og yfirferð má sjá í spilaranum að neðan.