Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:02 Tyrone Mings sendi Priti Patel tóninn á Twitter. vísir/getty Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira