Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:47 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira