Færir sig frá New York til Ottawa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júlí 2021 14:05 Hlynur Guðjónsson er á leiðinni til Kanada frá New York. Mynd/Utanríkisráðuneytið Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada. Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert. Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert.
Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira