
Fólkið á það sameiginlegt að hafa tjáð sig ýmist á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum um meinta refsiverða háttsemi söngvarans í garð kvenna.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er þetta fólkið:
Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV.
Tek við kærum fyrir meiðyrði á Kaffi Láru, Seyðisfirði, alla daga í þessari viku milli 17 og 22. Kíkið við, veðrið er gordjös 🥰 pic.twitter.com/EviQsbk3if
— Sindri Þór (@sindri8me) July 7, 2021
Dómstóll götunnar hvað?
— Ólöf Tara (@OlofTara) July 4, 2021
Dómstóll götunnar stendur með meintum gerendum.
Fólkið hefur ýmist tjáð sig um málefni Ingós á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum, en Vísir hefur ekki upplýsingar um það að hvaða ummælum kröfurnar lúta.
Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf hópurinn þó ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfa Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Ætla má að miskabæturnar séu innifaldar í því tilboði.
Ingólfur hefur gefið það út að hann ætli að leita réttar síns gagnvart þeim sem hafi farið óvarlegum orðum um hann á internetinu undanfarnar vikur. Sérstök kæra hefur síðan verið lögð fram til lögreglu á hendur höfunda sagna sem birtust á vefsvæði aðgerðahópsins Öfga, sem voru nafnlausar frásagnir 32 kvenna um meint ofbeldi af hálfu Ingó.