Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 10:03 Giorgio Chiellini notaði öll trixin í bókinni til að stöðva Bukayo Saka í úrslitaleik EM. getty/Nick Potts Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Sjá meira
Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Sjá meira