Býðst líka til að borga miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 16:42 Haraldur Þorleifsson hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem hafa verið kærð af Ingó veðurguði. Vísir/Sigurjón Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01