Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 14:59 Margrét segir það hjálpa sér að takast á við sorgina að hlaupa. Hún og börnin sjö ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Ljónshjarta. Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“ Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“
Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01
Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37