Hafnarfjarðarbær hyggst gefa nýburum krúttkörfur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 22:47 Hafnarfjarðarbær mun gefa nýburum svokallaða krúttkörfu frá og með haustinu. Í henni verður að finna helstu nauðsynjar fyrir barnið fyrstu dagana. Stöð 2 Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til. Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira