Solskjær ekki búinn að ákveða hvort Rashford fari í aðgerð á öxl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 09:01 Marcus Rashford hefur verið að spila þrátt fyrir meiðsli undanfarna mánuði. EPA-EFE/Frank Augstein Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, gæti verið frá þangað til í október fari hann í aðgerð á öxl. Rashford hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, segist ekki viss hvort Rashford fari í aðgerð áður en nýtt tímabil hefst. Solskjær ræddi við blaðamenn um stöðuna á Rashford eftir 2-1 sigur Man United á Derby County í vináttuleik um helgina. Þau sem fylgdust með Manchester United á síðustu leiktíð – sem og enska landsliðinu á EM – vita að Rashford hefur ekki gengið heill til skógar í dágóðan tíma. Tímabilið 2019/2020 var hann einnig að glíma við erfið meiðsli í baki en þar sem enska úrvalsdeildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins náði hann að jafna sig og klára tímabilið með Man United. Á síðustu leiktíð var hann að glíma við meiðsli á öxl sem og ökkla. „Við þurfum að taka þá ákvörðun sem er best fyrir hann. Við höfum ekki enn ákveðið hvað við eigum að gera varðandi meiðslin,“ sagði Solskjær um stöðuna á Rashford. Ljóst er að Rashford þarf að fara í aðgerð ef hann stefnir á að ná fullum bata, hvíld ein og sér dugir ekki til. Leikmaðurinn kemst hins vegar ekki í aðgerð strax og yrði frá fram í október ef hann færi undir hnífinn. Marcus Rashford: Manchester United striker to 'reflect' on possible shoulder surgery, says Solskjaer https://t.co/dwnjANM8do— Simon Stone (@sistoney67) July 18, 2021 Nú virðist sem Solskjær sé ekki alveg viss hvort það væri best fyrir Rashford – og Manchester United – að fara í aðgerð í sumar. Solskjær ræddi einnig framtíð Jesse Lingard að leik loknum. Leikmaðurinn var lánaður til West Ham United síðari hluta síðustu leiktíðar og stóð sig með prýði. „Jesse er leikmaður Man Utd. Hann vill berjast fyrir sæti í liðinu. Hann hefur komið sterkur til baka með mikla orku og mikið sjálfstraust. Hann er í áætlunum mínum,“ sagði Solskjær. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira
Solskjær ræddi við blaðamenn um stöðuna á Rashford eftir 2-1 sigur Man United á Derby County í vináttuleik um helgina. Þau sem fylgdust með Manchester United á síðustu leiktíð – sem og enska landsliðinu á EM – vita að Rashford hefur ekki gengið heill til skógar í dágóðan tíma. Tímabilið 2019/2020 var hann einnig að glíma við erfið meiðsli í baki en þar sem enska úrvalsdeildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins náði hann að jafna sig og klára tímabilið með Man United. Á síðustu leiktíð var hann að glíma við meiðsli á öxl sem og ökkla. „Við þurfum að taka þá ákvörðun sem er best fyrir hann. Við höfum ekki enn ákveðið hvað við eigum að gera varðandi meiðslin,“ sagði Solskjær um stöðuna á Rashford. Ljóst er að Rashford þarf að fara í aðgerð ef hann stefnir á að ná fullum bata, hvíld ein og sér dugir ekki til. Leikmaðurinn kemst hins vegar ekki í aðgerð strax og yrði frá fram í október ef hann færi undir hnífinn. Marcus Rashford: Manchester United striker to 'reflect' on possible shoulder surgery, says Solskjaer https://t.co/dwnjANM8do— Simon Stone (@sistoney67) July 18, 2021 Nú virðist sem Solskjær sé ekki alveg viss hvort það væri best fyrir Rashford – og Manchester United – að fara í aðgerð í sumar. Solskjær ræddi einnig framtíð Jesse Lingard að leik loknum. Leikmaðurinn var lánaður til West Ham United síðari hluta síðustu leiktíðar og stóð sig með prýði. „Jesse er leikmaður Man Utd. Hann vill berjast fyrir sæti í liðinu. Hann hefur komið sterkur til baka með mikla orku og mikið sjálfstraust. Hann er í áætlunum mínum,“ sagði Solskjær.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira