Vettel týndi rusl eftir Silverstone kappaksturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 17:15 Skilaboð Sebastians Vettel fóru inn um annað og út um hitt hjá áhorfendum á Silverstone. Hann gerði samt sitt til að halda stúkunni hreinni eftir breska kappaksturinn. getty/Mark Thompson Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel lét hendur standa fram úr ermum eftir breska kappaksturinn í gær og hjálpaði til við að týna rusl á Silverstone. Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1. Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira