Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 08:26 Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar. Mynd/Stöð 2 Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45