Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 13:43 Söngkonan Bríet heldur loksins útgáfutónleika vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet sem kom út á síðasta ári. Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér. Tónlist Harpa Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér.
Tónlist Harpa Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira