Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:31 Cecilía Rán var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra eftir góða frammistöðu með Fylki. vísir/bára Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga. Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Sjá meira
Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga.
Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Sjá meira