Rúnar: Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2021 21:38 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, var virkilega sáttur með framistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum. „Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09