„Viðbrögð okkar hafa einkennst af einhverju sem veikir ónæmiskerfið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 15:25 Lukka Pálsdóttir er viðmælandi Begga Ólafs í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 24/7. Skjáskot Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn. „Heilbrigði er ekki bara að taka ekki lyf. Þér þarf að líða vel. Þú þarft að vakna á morgnanna fullur af orku og hlakka til að takast á við daginn, hlakka til að fara í vinnuna og hlakka til að fara heim og allt þetta. Það er líka heilbrigði. Þú þarft að hafa orku og þér þarf að líða vel,“ segir Lukka sem vill meina að heilbrigði sé ekki síður andlegt og félagslegt eins og það er líkamlegt. Að mati Lukku er það þó í höndum hvers og eins að skilgreina það hvað heilbrigði er fyrir þeim sjálfum. „Hvaða kröfu gerir þú? Hvernig langar þér að líða? Þú getur alltaf haft eitthvað um þetta að segja. Eins og mér til dæmis langar að geta sagt já við vini mína þegar þeir hringja í mig og spyrja „Nennirðu að koma og labba yfir Vatnajökul með mér?“. Þá þarf ég að vera nægilega heilbrigð til að geta gert það.“ Óvinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl Þá deilir hún þeim lífsstílsvenjum sem hún segir hafa breytt lífi sínu hvað mest: Að æfa á morgnanna, draga úr kolvetnum og fara í kulda. „Það hefur bara gjörbreytt minni líðan, að mestu leyti svona orkulega séð, að draga rosalega úr unnum kolvetnum. Mér fannst þetta vera öfgar og þegar allt þetta ketó-æði byrjaði, þá streittist ég á móti. Þannig ég þurfti aðeins að éta það ofan í mig.“ Lukka segist ekki eiga erfitt með að synda á móti straumnum og segir hún líf sitt hafa verið fullt af óvinsælum skoðunum. Það sé til að mynda ekkert sérstaklega vinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl. „Það er miklu vinsælla að segja „Hérna er bara taflan og þetta verður ekkert mál ef þú tekur hana“. Þetta er óvinsælt. Fyrir tíu árum síðan þegar ég var að reyna segja að fólk gæti haft áhrif á sjúkdóminn sinn með mataræði þá fékk ég drull. „Hún er bara eitthvað gúgú, hún heldur að hún geti læknað sjúkdóminn með mat“. En í dag hafa margir tekið á móti þessari hugmynd og við vitum að lífsstíllinn virkar.“ Önnur skoðun Lukku sem hún telur vera óvinsæla er skoðun hennar á viðbrögðum yfirvalda við Covid-19, sem hafa einkennst af félagslegri einangrun, hræðslu, ótta og lítilli snertingu. „Mannleg snerting er mest eflandi afl í heimi og við höfum svolítið tekið hana í burtu, of mikil sótthreinsun sem bitnar á þarmaflórunni til dæmis, áhyggjur og þess háttar.“ Telur að einblína ætti á innri varnir Hún telur viðbrögð okkar hafa einkennst af því sem veikir ónæmiskerfið okkar. Við ættum heldur að horfa fram á við og læra af þessu, því þetta sé ekki síðasta veiran sem muni geisa í heiminum. „Við eigum að fara í útiveru, náttúruna, skítinn, efla flóruna, við eigum að tengjast og hlúa hvert að öðru, nýta snertinguna eins mikið og við getum. Við getum snert færri en ekki ala upp heila kynslóð af börnum sem halda að kossar og knús séu hættuleg vegna þess að það kom einhver baktería. Þetta er það sem styrkir okkur og eflir.“ Lukka segist hafa mikið álit á landlækni og segist geta skilið að þríeykið sé undir miklu álagi og nái því að hugsa lítið sem ekkert út fyrir Covid-rammann. Hún telur þó að þríeykið mætti nýta vettvang sinn til þess að koma jákvæðum skilaboðum út í samfélagið. „Mér fyndist alveg tilvalið að nýta kannski tíunda hvern blaðamannafund í að senda einhver svona jákvæð og uppbyggileg skilaboð um hvað við getum gert til þess að verjast innan frá. Við erum alltaf í ytri vörnum. Verjumst innan frá, verum sterkari, af því það nýtist okkur síðan í allt annað.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lukku í heild sinni. Heilsa 24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Heilbrigði er ekki bara að taka ekki lyf. Þér þarf að líða vel. Þú þarft að vakna á morgnanna fullur af orku og hlakka til að takast á við daginn, hlakka til að fara í vinnuna og hlakka til að fara heim og allt þetta. Það er líka heilbrigði. Þú þarft að hafa orku og þér þarf að líða vel,“ segir Lukka sem vill meina að heilbrigði sé ekki síður andlegt og félagslegt eins og það er líkamlegt. Að mati Lukku er það þó í höndum hvers og eins að skilgreina það hvað heilbrigði er fyrir þeim sjálfum. „Hvaða kröfu gerir þú? Hvernig langar þér að líða? Þú getur alltaf haft eitthvað um þetta að segja. Eins og mér til dæmis langar að geta sagt já við vini mína þegar þeir hringja í mig og spyrja „Nennirðu að koma og labba yfir Vatnajökul með mér?“. Þá þarf ég að vera nægilega heilbrigð til að geta gert það.“ Óvinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl Þá deilir hún þeim lífsstílsvenjum sem hún segir hafa breytt lífi sínu hvað mest: Að æfa á morgnanna, draga úr kolvetnum og fara í kulda. „Það hefur bara gjörbreytt minni líðan, að mestu leyti svona orkulega séð, að draga rosalega úr unnum kolvetnum. Mér fannst þetta vera öfgar og þegar allt þetta ketó-æði byrjaði, þá streittist ég á móti. Þannig ég þurfti aðeins að éta það ofan í mig.“ Lukka segist ekki eiga erfitt með að synda á móti straumnum og segir hún líf sitt hafa verið fullt af óvinsælum skoðunum. Það sé til að mynda ekkert sérstaklega vinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl. „Það er miklu vinsælla að segja „Hérna er bara taflan og þetta verður ekkert mál ef þú tekur hana“. Þetta er óvinsælt. Fyrir tíu árum síðan þegar ég var að reyna segja að fólk gæti haft áhrif á sjúkdóminn sinn með mataræði þá fékk ég drull. „Hún er bara eitthvað gúgú, hún heldur að hún geti læknað sjúkdóminn með mat“. En í dag hafa margir tekið á móti þessari hugmynd og við vitum að lífsstíllinn virkar.“ Önnur skoðun Lukku sem hún telur vera óvinsæla er skoðun hennar á viðbrögðum yfirvalda við Covid-19, sem hafa einkennst af félagslegri einangrun, hræðslu, ótta og lítilli snertingu. „Mannleg snerting er mest eflandi afl í heimi og við höfum svolítið tekið hana í burtu, of mikil sótthreinsun sem bitnar á þarmaflórunni til dæmis, áhyggjur og þess háttar.“ Telur að einblína ætti á innri varnir Hún telur viðbrögð okkar hafa einkennst af því sem veikir ónæmiskerfið okkar. Við ættum heldur að horfa fram á við og læra af þessu, því þetta sé ekki síðasta veiran sem muni geisa í heiminum. „Við eigum að fara í útiveru, náttúruna, skítinn, efla flóruna, við eigum að tengjast og hlúa hvert að öðru, nýta snertinguna eins mikið og við getum. Við getum snert færri en ekki ala upp heila kynslóð af börnum sem halda að kossar og knús séu hættuleg vegna þess að það kom einhver baktería. Þetta er það sem styrkir okkur og eflir.“ Lukka segist hafa mikið álit á landlækni og segist geta skilið að þríeykið sé undir miklu álagi og nái því að hugsa lítið sem ekkert út fyrir Covid-rammann. Hún telur þó að þríeykið mætti nýta vettvang sinn til þess að koma jákvæðum skilaboðum út í samfélagið. „Mér fyndist alveg tilvalið að nýta kannski tíunda hvern blaðamannafund í að senda einhver svona jákvæð og uppbyggileg skilaboð um hvað við getum gert til þess að verjast innan frá. Við erum alltaf í ytri vörnum. Verjumst innan frá, verum sterkari, af því það nýtist okkur síðan í allt annað.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lukku í heild sinni.
Heilsa 24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27