Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 11:09 Ákveðið hefur verið að rýma smitsjúkdómadeild Landspítala og breyta henni í Covid-deild, líkt og gert hefur verið áður í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. Sjúklingarnir á gjörgæsludeild eru ekki fullbólusettir, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-göngudeildar. Annar þeirra er yngri en sextíu ára og hinn yfir sextugt. Báðir eru með undirliggjandi áhættuþætti en hinir átta sem liggja á legudeild eru allir fullbólusettir. Fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í dag að róðurinn hafi þyngst síðustu daga. Sextán hafa alls þurft að leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 frá 1. júlí. Alma sagði að þrír þeirra hafi þó ekki verið lagðir inn vegna veikinda heldur af öðrum ástæðum. Samtals hafa 1.024 greinst með veiruna á sama tímabili, þar af 936 innanlands. Staðan væri mun verri án bólusetninga Alma ítrekaði að rannsóknir sýni að bólusetning dragi mikið úr veikindum og veiti yfir 90% vörn gegn alvarlegum veikindum. „Það er því ljóst að staðan væri mun alvarlegri ef ekki væri vegna bólusetninga.“ Alma sagði mikið álag á Landspítala og biðlaði til heilbrigðisstarfsmanna að koma til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar sem var nýverið endurvakin. 59 heilbrigðisstarfsmenn hafa nú skráð sig í sveitina en einnig er búið að opna fyrir skráningu þeirra sem eru ekki heilbrigðismenntaðir. Til að mynda vantar fólk til starfa í eldhús og við yfirsetu. Þar að auki leitar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú liðsinnis fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku. Þar er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Sjúklingarnir á gjörgæsludeild eru ekki fullbólusettir, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-göngudeildar. Annar þeirra er yngri en sextíu ára og hinn yfir sextugt. Báðir eru með undirliggjandi áhættuþætti en hinir átta sem liggja á legudeild eru allir fullbólusettir. Fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í dag að róðurinn hafi þyngst síðustu daga. Sextán hafa alls þurft að leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 frá 1. júlí. Alma sagði að þrír þeirra hafi þó ekki verið lagðir inn vegna veikinda heldur af öðrum ástæðum. Samtals hafa 1.024 greinst með veiruna á sama tímabili, þar af 936 innanlands. Staðan væri mun verri án bólusetninga Alma ítrekaði að rannsóknir sýni að bólusetning dragi mikið úr veikindum og veiti yfir 90% vörn gegn alvarlegum veikindum. „Það er því ljóst að staðan væri mun alvarlegri ef ekki væri vegna bólusetninga.“ Alma sagði mikið álag á Landspítala og biðlaði til heilbrigðisstarfsmanna að koma til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar sem var nýverið endurvakin. 59 heilbrigðisstarfsmenn hafa nú skráð sig í sveitina en einnig er búið að opna fyrir skráningu þeirra sem eru ekki heilbrigðismenntaðir. Til að mynda vantar fólk til starfa í eldhús og við yfirsetu. Þar að auki leitar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú liðsinnis fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku. Þar er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent