Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 20:00 Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir og Ásthildur Guðmundsdóttir. stöð2 Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
„Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15